Sunday, May 30, 2010

Alvöru hjólaskautar!


Gömlu góðu hjólaskautarnir!
Þeir sem rúlluðu áfram á hjólaskautum sem þessum vita hversu langtum skemmtilegra það er en línuskautarnir. Ég rétt passa í þessa sjálf - nota skó númer 37 (einstaka sinnum 36).
Fínt að skauta á þeim - en það vantar aðra brensuna að freman (hjólið fremst).

Friday, May 28, 2010

Fallegt þroskaleikfang - Talnagrind


Vel með farin talnagrind úr tré - gott þroskaleikfang og fallegur fylgihlutur í barnaherbergið.
Keypt í IKEA. Sjá hér

Gúmmístígvél - nr. 38 - Viking


Viking svört gúmmístígvél nr. 38 - góð og ekki mikið notuð (eigandinn stækkaði fljótt upp úr þeim).

Sunday, May 23, 2010

O´Neill útivistarbuxur


Mjög vandaðar og afar lítið notaðar O´Neill útivistarbuxur.
Það er lítill og nettur krókur neðan á skálmunum til að festa þær á skó.
Vatnsheldar og fóðraðar.
Eru í stærð 38.

Retró keramíkvasi


Mjög myndrænn keramíkvasi - líklega frá 1960-1970.
Ég hef ekki séð annan svona vasa hérlendis, en vasinn er merktur einum frægasta vestur-þýska framleiðanda þess tíma í þýskri keramíkgerð, Bay, en Bay var starfrækt á árunum 1933-1971.
Vasinn er merktur framleiðandanum.
Keyptur í Danmörku.

Rómantísk vínkarafla


Falleg og rómantísk vínkarafla frá Parlane (parlane.co.uk)
Lítið notuð úr gleri með fallegu blómamynstri.

Saturday, May 22, 2010

Háir kertastjakar



Háir kertastjakar úr gleri
Tveir 30 cm háir kertastjakar frá Parlane (parlane.co.uk)
Mestmegnis úr gleri, lítið notaðir.